Hvers vegna hitta ráðherrar ekki Dalai Lama?

Fjármálaráðherra segir að engin samræmd stefna hafi verið mörkuð varðandi það hvort ráðherrar í ríkisstjórn Íslands fundi með Dalai Lama meðan á heimsókn hans á Íslandi standi. Hverjum ráðherra sé í sjálfsvald sett hvort hann vilji hitta hinn útlæg trúarleiðtoga Tíbeta. Enginn ráðherra hefur óskað eftir fundi með honum.

Dalai Lama, andlegur leiðtogi Tíbeta, hefur verið í útlegð í hálfa öld. Hann kom til Íslands rétt fyrir klukkan níu í gærkvöld frá Kaupmannahöfn þar sem heimsókn hans hefur valdið deilum sökum harkalegra viðbragða Kínverja við fundi hans með Lars Lökke Rasmussen forsætisráðherra og Per Stig Möller utanríkisráðherra á föstudaginn. Kínverjar hafa sagt fundinn grafa undan góðu vinasambandi þjóðanna. Kínverjar andmæla öllum fundum tíbetska trúarleiðtogans með fulltrúum erlendra stjórnvalda sökum þess að stefna Dalai Lama sé að skilja Tíbet frá Kína.

Lökke Rasmussen sagðist aðeins hafa gert það sama og fyrriennari hans Anders Fogh Rasmussen sem fundaði með Dalai Lama í Danmörku 2003. Stjórnarandstaðan í Danaveldi tekur undir með forsætisráðherranum.(visir.is)

Ég undrast það,að enginn ráðherra skuli hitta Dalai Lama á meðan hann dvelur  hér. Dalai Lama er nokkurs konar þjóðhöfðingi og það á að taka á móti honum sem slíkum.Mér hefði fundist að  utanríkisráðherra eða menntamálaráðherra hefðu átt að hitta Dalai Lama.Það læðist að manni sá grunur,að ráðamenn hér séu hræddir við að hitta Dalai Lama af ótta við að styggja Kínverja. Það er að vísu mjög gott,að forseti alþingis,Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, skuli hitta hinn andlega trúarleiðtoga.Hún á þakkir skilið fyrir það.

 

Björgvin Guðmundsson

„.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband