Hæpin matsnefnd um val á seðlabankastjóra

Samkvæmt nýjum lögum um Seðlabanka Íslands skyldi forsætisráðherra skipa 3 ja manna matsnefnd eða hæfisnefnd til þess að meta umsækjendur og segja til um það hverjir  umsækjenda uppfylltu lágmarskskilyrði og hverjir væru taldir hæfastir.I nefndina  voru þessir skipaðir: Jónas H.Harals,formaður Guðmundur Magnússon fyrrv. háskólarektor og Lára V.Júlíusdóttir, lögfræðingurMig undrar mjög val á þessari matsnefnd.Þarna voru valdir tveir yfirlýstir sjálfstæðismenn  Jónas H.Harals og Guðmundur Magnússon,sem  mynduðu meirihluta nefndarinnar og gátu ráðið niðurstöðu hennar.Telja má víst,að formaður nefndarinnar hafi ráðið mestu þar.Ég tel þetta hafa verið mjög óheppilegt  val á matsnefnd og að það hefði verið unnt að finna hlutlausari nefnd.Það er nóg til ,af hlutlausum hagfræðingum,sem ekki hafa bundið túss sitt við ákveðinn stjórnmálaflokk,eins og þeir Jónas H.Harals og Guðmundur Magnússon hafa gert.

 

Björgvin Guðmundsson 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband