Mánudagur, 1. júní 2009
Gott viðtal við Dalai Lama
Þóra Arnórsdóttir fréttamaður átti gott viðtal við Dalai Lama,sem birt var í RUV í gærkveldi.Hún fór til Indlands og talaði við trúarleiðtogann í heimkynnum hans þar.(Hefði að vísu getað talað við hann hér heima og þá hefði sparast stórfé en það er önnur saga)
Það gaf viðtalinu aukið gildi,að rætt var við Dalai Lama á heimslóðum,þar sem hann býr í útlegð.Margt athyglisvert kom fram í viðtalinu.Dalai Lama leggur mikla áherslu á kærleika og umhyggju í garð annarra.Hann vill fara friðsamlegar leiðir í sjálfstæðisbaráttu Tibet,vísar öllu ofbeldi á bug. Hann berst ekki fvrir fullu sjálfstæði Tíbet,heldur aðeins sjálfstjórn innan Kína.Margir í Tibet eru hins vegar annarrar skoðunar. Þeir telja fullreynt með friðsamlegri leið og vilja láta sverfa til stáls.
Dalai Lama var aðeins 15 ára,þegar Kínverjar ruddust inn í Kína og hertóku það.Hann flúði til Indlands og fékk ásamt fjölda Tíbeta pólitískt hæli hjá Nehru á Índlandi.150 þús. Tibetar búa nú á Indlandi.Fulltrúar Dalai L ama hafa átt viðræður við kínversk stjórnvöld um aukna sjálfstjórn Tíbeta. Það hefur lítið miðað í þeim viðræðum en Dalai Lama er þó bjartsýnn.
Ég tel,að Tíbet eigi að fá fullt sjálfstæði og að alþjóðasamfélagið eigi að styðja sjálfstæðisbáráttu þeirra.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.