Fylgi flokkanna breytist lítið.Stuðningur við ríkisstjórn eykst

Stuðningur við ríkisstjórnina mældist tæpt 61% í nýrri könnun Capacent Gallups. Fylgi stjórnmálaflokkanna stendur nánast í stað frá kosningum en stuðningur við ríkisstjórnina eykst um 10% frá því fyrir alþingiskosningarnar í apríl. Stjórnin nýtur meiri hylli meðal kvenna en karla. Nær 66% kvenna styðja stjórnina en liðlega 56% karla.

Fylgi Samfylkingarinnar dalar lítillega frá kosningunum í apríl þegar flokkurinn fékk 29,8%fylgi en flokkurinn mælist með 28,4% nú. Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig. Fékk 23,7% í kosningunum í apríl en mælist með 25,1% nú. Vinstri græn standa nánast í stað; fengu 21,7% í kosningunum en mælast nú með 22,1%. Sömu sögu má segja um Framsóknarflokkinn.  Framsókn fékk 14,8% í kosningunum en mælist með 14,5% nú. Borgarahreyfingin bætir við sig, fékk 7,2% í kosningunum en mælist með 8,2% nú.

Tryggð kjósenda við stjórnmálaflokka er mest meðal kjósenda Vinstrihreyfingarinnar -græns framboðs en 69% þeirra sem kusu flokkinn í kosningunum 2007 kusu hann einnig nú. Tryggðin er minnst hjá Sjálfstæðisflokknum en tæplega 55% þeirra sem kusu flokkinn 2007 gerðu það aftur nú. Af niðurstöðunum að dæma tapaði Sjálfstæðisflokkurinn mestu fylgi til Framsóknarflokksins og Samfylkingarinnar. Könnunin var gerð á netinu fyrir Ríkisútvarpið dagana 29. apríl til 27. maí. Heildarúrtak var rúm fimm þúsund manns og svarhlutfall rúm 60%.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bumba

Þangað leitar klárinn sem hann er kvaldastur. Með beztu kveðju.

Bumba, 1.6.2009 kl. 23:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband