Þriðjudagur, 2. júní 2009
ASÍ vill,að staðið verði við samninga. SA býður mínuslausn
Viðræður fulltrúa Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands um kjaramál halda áfram í dag eftir hlé um hvítasunnuhelgina. Mikið bar í milli um lausn málsins fyrir helgi.
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir fulltrúa aðildarfélaga ASÍ vilja að staðið verði við gerða samninga. Gylfi segir að í ljósi þróunar verðlags og launa undanfarna tólf mánaða séu launþegar í raun að bjóðast til að taka á sig kaupmáttarlækkun með því að biðja ekki um meiri hækkanir en felist í gildandi samningi. Þegar kaupmáttur lækkur er launahlutfallið í rekstri fyrirtækjanna að lækka, þannig að við erum ekki að tala um neina núlllausn heldur að sætta okkur við stóra mínuslausn," segir forseti ASÍ.
Samkvæmt gildandi kjarasamningi aðildarfélaga ASÍ og Samtaka atvinnulífsins hefðu kauptaxtar ófaglærðra átt að hækka um 13.500 krónur og taxtar iðnaðarmanna um 17.500 krónur hinn 1. mars síðastliðinn. Umsamin launaþróunartrygging var 3,5 prósent.
Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, segir tillögu SA nú vera þá að greiða helming taxtahækkunarinnar 1. júlí og hinn helminginn 1. nóvember og þá taki launaþróunartryggingin einnig gildi. Hækkanir sem taki eigi gildi 1. janúar á næsta ári flytjist til 1. september 2010. Við gerum þetta í trausti þess að rekstrarskilyrði atvinnulífsins batni. Ef ekkert breytist er þetta náttúrlega alveg vonlaust," segir Vilhjálmur.
ASÍ hefur hafnað þessari tillögu SA.- (visir.is) Það var mikil óánægja hjá mörgum innan verkalýðshreyfingarinnar,þegar umsömdum launahækkunum var frestað.ASÍ á því erfitt með að endurtaka leikinn og fresta hluta launahækana á ný.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.