Þriðjudagur, 2. júní 2009
Ögmundur hittir Dalai Lama
Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra, mun á morgun sitja fund með Dalai Lama að því er kom fram í fréttum Stöðvar 2. Þá sóttu Árni Páll Árnason, félagsmálaráðherra, og Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra, friðarstund í Hallgrímskirkju í dag, sem Dalai Lama tók þátt í, að því er kom fram í fréttum Ríkisútvarpsins.
Dalai Lama mun einnig heimsækja Alþingi klukkan 13 á morgun. Mun Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, taka á móti honum og eiga með honum fund ásamt þingmönnum í utanríkismálanefnd.
Talsmaður samtakanna Dalai Lama á Íslandi sagði í fréttum Ríkisútvarpsins, að samtökin hefðu sent forsætisráðherra bréf með ósk um fund til að kynna heimsókn Dalai Lama hingað. Ekkert svar hefði borist. Þá hefði öllum þingmönnum einnig verið sent bréf um heimsóknina. (mbl.is)
Ég fagna því,að heilbrigðisráðherra skuli ætla að hitta Dalai Lama.Mér finnst það hálf skammarlegt,að enginn ráðherra hitti trúarleiðtogann.Ögmundur bjargar málum í horn.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ágæti Björgvin Guðmundsson,
já, það er gott, að vinstriframsóknarmaðurinn, Ögmundur Jónason, ætlar að bjarga málum í horn. Helst hefði ég viljað sjá eðalkrata sýna Dalai Lama þessa kurteisi, því að við vitum báðir, að Árni Páll Árnason er drengur góður og vel ættaður, prestssonur af Snæfellsnesi m.m.
Það hefði líka verið gaman , að eðalkrati sem forsætisráðherra gæti sinnt Dalai Lama svolítið sem fulltrúi hins kynsins, ekki satt ?
Með bloggvinar kveðju, KPG.
Kristján P. Gudmundsson, 2.6.2009 kl. 11:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.