Þriðjudagur, 2. júní 2009
Slæm staða Brown og Darlings
Fréttir berast nú af því frá Bretlandi,að verulega hafi volgnað undir Brown forsætisráðherra og leiðtoga Verkamannaflokksins og Darling fjármálaráðherra.Sagt er,að Brown sé að hugsa um að víkja Darling úr embætti fjármálaráðherra m.a. vegna þess,að Darling misnotaði aðstöðu sína varðandi greiðslur úr ríkisstjóði vegna notkunar á eigin húsnæði.Darling baðst afsökunar í gær á þessum mistökum sínum. Brown stendur verr en nokkru sinni fyrr. Verkamannaflokkurinn er í skoðanakönnunum kominn í 3 sæti.Bæði Íhaldsflokkurinn og Frjálslyndir eru komnir upp fyrir Verkamannaflokkinn.Ef Brown tekst ekki fljótlega að snúa málum sér í hag og Verkamannaflokksins má reikna með að hann hrökklist frá völdum.Ég græt það þurrum tárum þó þessir tveir kumpánar fari frá völdum eftir framkomu þeirra við Íslendinga. Þeir settu Ísland á hryðjuverkalista og ollu íslensku efnahagslífi ómældum skaða með þeirri ráðstöfun. Auk þess var Darling uppvís að því að hafa farið rangt með þegar hann fullyrti eftir símtöl við íslenska ráðamenn,að Íslendingar hefðu sagt,að þeir ætluðu ekki að borga Ice save.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:43 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.