Stjórnvöld brugðust. Peningastefnan glórulaus

Í bók sinni Sofandi að feigðarósi,sem fjallar um bankahrunið,segir höfundur, Ólafur Arnarson, m.a. þetta:

Stjórnvöld brugðust (einnig).Peningastefnan á Íslandi hefur verið glórulaus í mörg ár.Seðlabankinn ber ábyrgð á framkvæmd hennar en stjórnvöld,ríkisstjórn og alþingi móta sjálfa peningastefnuna.Enginn gerði neitt til að hrófla við henni.Þar bera ábyrgð Davíð Oddsson,Halldór Ásgrímsson og Geir H.,Haarde,sem fyrrverandi forsætisráðherrar.Efnahagsmálin og Seðlabankinn eru á könnu forsætisráðherra en enginn þeirra,sem embættinu gegndi á umræddum tíma gerði neitt til þess að afstýra því slysi, sem öllum mátti vera ljóst,að var í uppsiglingu.Raunar má kannski segja Halldóri Ásgrímssyni  til málsbóta,að hann vildi færa Ísland nær ESB og myntsamstarfi á evrusvæðinu en mátti sín lítils í þeim efnum gegn eigin flokki og samstarfsflokknium í ríkisstjórn.

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband