Stranda nýir kjarasamningar á stýrivöxtum Seðlabankans?

Það er ljóst að kannski standa öll spjót á Seðlabankanum í augnablikinu,“ sagði Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambandsins, að loknum fundi með ráðherrum í gærkvöldi.

„Við gerðum grein fyrir því að það er mjög þungt á milli okkar og atvinnurekenda varðandi launaliðinn og hangir á bláþræði svo næstu daga verður að ráðast hvert framhaldið verður þar. Það er alveg ljóst að afstaða atvinnurekenda ræðst að miklu leyti af vaxtamálum og þróun þeirra þannig að það er ákaflega mikilvægt næstu daga að reyna að finna einhverja leið út úr þessum ógöngum.“ Gylfi segir mikinn vilja til þess að vinna áfram með ríkisstjórninni og sameinast um framtíðarsýn, hinsvegar liggi lausn vandans hvað varðar launahækkanir á vinnumarkaði ekki hjá henni.

„Það er auðvitað ekki ríkisstjórnarinnar að taka ákvörðun um vexti, það er annarra. En ég held að það séu allar forsendur til þess að ná saman um það sem snýr að málum milli okkar og ríkisstjórnarinnar.(mbl.is)

Það er greinilega of mikið vald í höndum Seðlabankans,að bankinn skuli einn ráða stýrivöxtum.Nú þegar viðreisn atvinnulífsins er komin undir því að stýrivextir lækki er allt undir því komið,að vextirnir lækki en litlar líkur á verulegri læk kun vaxta.Allt bendir til þess,að aðeins verði um óverulega lækkun að ræða eða enga.

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband