Miðvikudagur, 3. júní 2009
Vel heppnuð heimsókn Dalai Lama
Heimsókn Dalai Lama til Íslands hefur heppnast mjög vel. Mjög góð aðsókn var að fyrirlestri hans í Laugardalshöll og hið sama má segja um fyrirlestur hans í Háskóla Íslands.Þá tókst heimsókn Dalai Lama í alþingi einnig vel.Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir,forseti alþingis, tók vel á móti trúarleiðtoganum en einnig átti hann fund með utanríkismálanefnd. Tveir ráðherrar,Katrín Júlíudóttir og Katrín Jaoksdóttir, áttu einnig fund með með Dalai Lama svo og formenn þingflokka Samfylkingar og Borgarahreyfingar.Hið eina sem á vantaði var að forsætisráðherra eða utanríkisráðherra ættu fundi með trúarleiðtoganum.Þegar Dalai Lama var á Danmörku átti forsætisráðherrann þar fund með Dalai Lama.Kínverjar hafa mótmælt heimsókn Dalai Lama til Íslands og því að´ íslenskir ráðamenn skuli hafa rætt við hann. Það hefði engu breytt þó æðstu menn landsins hefðu hitt hann. Við eigum ekki að láta Kínverja ráða því hverja við hittum þó viðskiptahagsmunir séu mikilvægir.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:13 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.