Miðvikudagur, 3. júní 2009
Gott framtak Össurar
Það hefur verið gagnrýnt,.að Össur Skarphéðinsson,utanríkisráðherra,skuli hafa farið til Möltu til viðræðna við ráðamenn þar um Evrópusambandið, þar eð ´´Island hefði enn ekki samþykkt að ganga til viðræðna við ESB.Ég tel,að það ætti frekar að þakka utanríkisráðherra gott framtak.Malta er aðili að ESB og fékk ágætan samning,m.a. sérmeðferð í sjávarútvegsmálum.Auk þess er Malta smáríki eins og Ísland. Það er því vissulega gagnlegt fyrir Íslendinga að læra af Möltu í þessu efni.Össur er í opinberri heimsókn á Möltu og hittir þar bæði forsætisráðherrann og utanríkisráðherrann. Fiskveiðar Möltu eru mikið minni en Íslendinga og því eru þær ekki sambærilegar en þaó getur verið gagnlegt fyrir okkur að kynnast náið þeirri sérmeðferð sem Malta fékk við inngöngu í ESB. Össur á þakkir skilið fyrir framtakið.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.