Enn rætt um kjaraskerðingu kennara

Kennarar funduðu í allan gærdag um stöðu sinna kjarasamninga og rædd voru viðbrögð við hugmyndum um að stytta skólaárið og lækka laun kennara. Beðið er niðurstöðu fundar ríkisstjórnarinnar og aðilja vinnumarkaðarins áður en ákvörðun verður tekin um framhaldið.

Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir menn upptekna af vþí að fá að vita hvaða efnahagsráðstafana verði gripið til og hvað verði gert til að verja það sem eftri sé af kaupmætti og störfum. Eiríkur segir sambandið ekki hafa tekið endanlega ákvörðun um það hvort leggja eigi áherslu á að laun verði hækkuð. Kennarar átti sig á því að stærri hagsmunamál en launin séu í húfi, því þeir geri sér grein fyrir að í launaliðnum sem slíkum sé ekki feitan gölt að flá. (ruv..is)

Kennarastarfið er mjög mikilvægt og ekki síst nú ,þegar erfiðleikar eru í efnahagslífi landsmanna.Það er því algert neyðarbrauð að skerða kjör kennara eins og rætt er um.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband