Fimmtudagur, 4. júní 2009
Aðeins lækkun stýrivaxta um 1 prósentustig.Áhrif frá IMF?
Seðlabanki Íslands tilkynnti nú fyrir stundu stýrivaxtalækkun upp á eitt prósentustig, úr 13 prósentum í 12. Ákvörðun bankans verður rökstudd á blaðamannafundi klukkan 11.
Vextir daglána lækka einnig um 1,0 prósentu en aðrir vextir Seðlabankans eru óbreyttir.(visir.is)
Þessi vaxtalækkun veldur atvinnulífinu miklum vonbrigðum.Þetta er mun minni lækkun en boðuð hafði verið fyrir 1 mánuði.Ljóst er,að Seðlabankinn hefur látið IMF hafa áhrif á sig en sjóðurinn lagðist gegn vaxtalækkun.Ef IMF ætlar að koma í veg fyrir vaxtalækkanir og halda atvinnulífinu hér í heljargreipum er ekkert annað að gera en að segja upp samkomulaginu við sjóðinn.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.