Athyglisvert uppbyggingarstarf á Keflavíkurflugvelli

Í gær átti ég þess kost að fara í kynningarferð um Keflavíkurflugvöll með stúdentaárangi mínum.Þetta var mjög gagnleg og ánægjuleg ferð og leiddi í ljós,að mikið og athyglisvert uppbyggingarstarf hefur átt  sér stað á fyrrverandi varnarsvæði. Þar ber hæst Keilir,háskólinn á flugvellinum en mikil aðsókn er að skólanum og  framsókn skólans á  fljúgjandi  ferð.Einnig hafa nokkur frumkvöðlafyrirtæki fengið inni á flugvellinum og verið er að undirbúa að setja upp   mikið netþjónabú í húsnæði,sem tekið hefur verið frá fyrir þá starfsemi.Miklar vonir eru bundnar við netþjónabúið.Í undirbúningi er  starfsemi í sjúkrahúsi flugvallarins og m.a. rætt um að taka við sjúklingum þar erlendis frá,sem þyrftu að fara í skurðaðgerðir hér en 4 skurðstofur eru í sjúkrahúsi flugvallarins. Mikið er af íbúðarhúsnæði á flugvellinum en alls bjuggu 6 þús. varnarliðsmenn þar þegar mest var. Nú þegar hafa 2000 Íslendingar fengið húsnæði á flugvellinum.Leikskólar og barnaskólar eru starfsræktir þar. Ljóst er,að Þróunarfélagið hefur unnið gott starf á Keflavíkurflugvelli.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband