Það mætti ákveða nýjan vaxtaákvörðunardag

Rætt var um stýrivaxtalækkun Seðlabankans á alþingi í morgun.Þingmenn eru sammála um ,að lækkun um 1 próssentustig í gær sé alltof lítil lækkun.Forsætisráðherra,Jóhanna Sigurðardóttir,sagði,að lækkunin hefði valdið sér miklum vonbrigðum.Hún hefði átt von á meiri lækkun og allar forsendur hefðu verið fyrir því,að lækkun hefði getað orðið meiri.Búið var að kynna Seðlabankanum áform ríkisstjórnarinnar um breytingar í ríkisfjármálum.Þessar bnreytingar yrðu gerðar opnberar í næstu viku. Jóhanna sagði,að Seðlabankinn gæti ákveðið fleiri vaxtaákvörðunardaga en einn í mánuði og Seðlabankinn gæti því breytt vöxtum síðar í þessum mánuði ef bankinn teldi forsendur til þess.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband