Ice save: Ekki nógu góður samningur

Íslenska ríkið þarf ekki að byrja að greiða af höfuðstól láns sem Bretar veita því vegna Icesave deilurnar fyrr en eftir sjö ár. Á þeim tíma þarf þó að greiða vexti af skuldabréfi sem verður gefið út með ríkisábyrgð. Heildarskuldbindingar Íslands vegna Icesave verða upp á 650 milljarða króna samkvæmt samkomulaginu og vextirnir 5,5 prósent á ári, samkvæmt heimildum mbl.is.

Á þessum sjö árum mun verða reynt að selja eignir Landsbankans upp í skuldina. Einnig munu heilbrigð útlánasöfn Landsbankans safna tekjum á þeim tíma, líkt og greint var frá í Morgunblaðinu síðastliðinn sunnudag. Að þeim loknum mun síðan koma í ljós hversu stór hluti af höfuðstólnum muni lenda á íslenskum skattgreiðendum. Þá verður einnig sá möguleiki fyrir hendi að aðstæður á lánamörkuðum hafi breyst og að ríkinu bjóðist betri kjör annarstaðar en hjá Bretum.

Svavar Gestsson, formaður samninganefndar um Icesave-deiluna, kynnti þingflokkum stjórnmálaflokkanna þessa niðurstöðu í morgun. Málið var síðan tekið fyrir á fundi utanríkismálanefndar í dag. Heimildir vefútgáfu Morgunblaðsins herma að óánægju gæti innan hluta stjórnarandstöðunnar með þessa niðurstöðu. Nokkrir þingmenn vilja láta á það reyna hvort að íslenska ríkinu sé raunverulega skylt til að standa við þær skuldbindingar sem stofnað var til vegna Icesave-reikninganna.(mbl.is)

Með tilliti til þess,að  íslenska ríkinu bert engin skylda til þess að greiða Ice save reikningana er það samkomulag sem er til meðferðar hvergi nærri nógu hagstætt Íslendingum. Lánið,sem um ræðir hefði þurft að vera vaxtalaust í 7 ár.Þá hefði þetta komið til greina. En við ráðum ekki við greið'slur samkvæmt  því samkomulagi sem er í burðarliðnum.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 

Fara til baka 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband