Upphlaup á alþingi út af Icesave!

Mikið upphlaup varð á alþingi í dag vegna Icesave samninganna. Þingmenn stjórnarandstöðunnar sögðu,að  þeim hefðu verið kynnt í trúnaði drög að samkomulagi um uppgjör Icesave. Kröfðust þeirt þess,að þingfundi yrði frestað og Icesave málið tekið á dagskrá. Var þingmönnunum mikið niðri fyrir og þeir höfðu uppi stór orð. Sérstaklega voru þeir illir yfir því,að forsætisráðherra hefði átt viðtöl við fréttamenn í hádeginu um Icesave enda þótt trúnaður ætti að ríkja. Steingrímur J. fjármálaráðherra sagði,að ekki væri komið að undirritun samninga.Það hefði  aðeins verið ákveðið að kynna stjórnarandstöðunni stöðu samninganna.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband