Laugardagur, 6. júní 2009
Hefur ekki áhrif á lífskjör okkar næstu árin
Með því að fresta afborgunum þar til þarnæsta ríkisstjórn hafi tekið sæti í Bretlandi sé í raun opnað á þann möguleika að Bretar taki á sig einhvern hluta skuldanna, en Gordon Brown geti ekki kynnt annað fyrir breska þinginu nú en að Íslendingar taki ábyrgð á málinu.
Þórólfur segir ljóst að samningsstaða okkar hafi verið slæm. Það væri möguleiki á að gera verri samning og sjálfsagt betri samninga líka. En ríkisstjórnir beggja landanna eru uppi í horni í málinu.
Ólafur Ísleifsson, lektor í hagfræði við HR, segir samningsdrögin vekja upp þrjár meginspurningar. Í fyrsta lagi hvaða upplýsingar eru fáanlegar um verðmæti þeirra eigna sem standa á móti Icesave-skuldbindingunum svo hægt sé að meta hversu stór hluti þeirra kann að falla á ríkissjóð. Í öðru lagi hvaða vaxtatekjum er gert ráð fyrir af þeim eignum sem kæmu þá á móti vaxtagreiðslum. Og í þriðja lagi hvort við ákvörðun vaxta af láninu hafi verið tekið mið af því stórfellda tjóni sem breska ríkisstjórnin bakaði Íslendingum með því að beita hryðjuverkalögum gegn íslenskum hagsmunum. Ógerlegt sé að meta samninginn að þessum spurningum ósvöruðum. (mbl.is)
Eini ljósi punkurinn í Ice save samkomulaginu er sá,að ekki þarf að borga vexti og afborganir næstu 7 árin. Þess vegna mun samkomulagið ekki hafa áhrif á lífskjör okkar næstu 7 árin. Ef þokkalegt verð fæst fyrir eignir Landsbankans mun ganga sæmilega að greiða skuldina en ef ekki fæst þokkalegt verðu getum við ekki greitt hana.Vextirnir eru alltof háir og miðað við vexti í ESB löndum hef´ðu átt að fást lægri vextir.
BJörgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.