Laugardagur, 6. júní 2009
Stefán Már: Íslenska ríkið þarf ekki að borga
Stefán Már Stefánsson, lagaprófessor við Háskóla Íslands, er ósáttur við að stjórnvöld hafi ákveðið að greiða Icesave reikningana. Fram kom í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins að hann telji ekki lagalegar forsendur vera fyrir samkomulagi um greiðslurnar.
Samkomulagi milli Íslendinga, Breta og Hollendinga vegna um Icesave reikningana var undirritaður í nótt. Samkvæmt samningunum munu Bretar aflétta hryðjuverkalögunum 15. júní og þá mun Tryggingasjóður innstæðueigenda ábyrgjast innstæður eigenda reikningana upp að því lágmarki sem tilskipun Evrópusambandsins gerir ráð fyrir.
Stefán hefði viljað sjá dómsstóla skera úr um hvort íslenska ríkið eigi að ábyrgjast greiðslur Tryggingasjóðs innistæðueigenda. Lagaprófessorinn segir málið klúður af hálfu Evrópusambandsins.(visir.is)
Stefán Már hefur skrifað greinar um þetta mál í Mbl. Þar hefur komið skýrt fram,að hann telji,að íslenska ríkinu beri ekki skylda til þess að greiða Ice save reikningana,þar eð skv. tilskipun ESB sé það ábyrgðarsjóður innistæðna sem eigi að greiða og ekkert sé kveðið á um það í tilskipun ESB,að ríkið eigi að greiða ef ábyrgðarsjóður geti ekki greitt.Han telur því ekki lagalegar forsendur fyrir greiðslu Ice save.Ég er sammála honum.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.