Laugardagur, 6. júní 2009
Aflétt frystingu eigna Landsbankans á Bretlandi
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segir að ríkisstjórnin líti á samninga um Icesave-reikninga Landsbankans sem mjög mikilvægan lið í endureisn íslenska fjármálakerfisins.
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, sagðist hafa undir miðnættið í gær fengið bréf frá breska fjármálaráðuneytinu, þar sem staðfest var að hafinn væri undirbúningur að því að aflétta frystingu eigna Landsbankans á Bretlandseyjum. Það hefði enda verið ein af samningskröfum Íslands.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta heitir þá væntanleg ekki ICE safe lengur fyrst búið er að þýða þetta. Má kalla þetta meltdown núna? Það er svo lýsandi fyrir það sem fyrir liggur.
Jón Steinar Ragnarsson, 6.6.2009 kl. 23:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.