Launþegar eiga að stjórna lífeyrissjóðunum án atbeina atvinnurekenda

Nokkrar umræður hafa orðið um lífeyrissjóðina að undanförnu.Það hefur verið gagnrýnt,að stjórnendur sjóðanna,einkum framkvæmdastjórar þeirra hafa verið á ofurlaunum.Einnig hafa stjórnendur verið að þiggja luxusferðir til útlanda. Þá hefur það ennfremur verið gagnrýnt,að atvinnurkendur skuli eiga fulltrúa í stjórnum sjóðanna enda þótt þeir eigi ekkert í þeim.Þessu þarf að breyta. Launþegar,eigendur lífeyrisins,eiga einir að stjórna lífeyrissjóðunum.Atvinnurekendur eiga ekki að sitja í þessum stjórnum,Þeir eiga ekkert í lífeyrinum.Atvinnurekendur hafa gerst mjög heimaríkir í stjórnum lífeyrissjóðanna,rétt eins og þeir ættu stóran hlut í þeim en svo er ekki. Lífeyrisgreiðslur eru hluti af launakjörum launþega. Við eigum lífeyrissjóðina og fulltrúar okkar eiga að stjórna þeim en ekki fulltrúar atvinnurekenda.ÞVÍ FYRR SEM ÞESSU VERÐUR BREYTT ÞVÍ BETRA.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband