Heildarskuldir ríkisins 1244 milljarðar

Heildarskuldir ríksins eru 1244 milljarðir samkvæmt fréttum frá hagstofunni um fjármál hins opinbera fyrsta ársfjórðung.

Þar kemur einnig fram að ríkið var rekið með 24 milljarða halla á fyrsta ársfjórðungi samanborið við 18 milljarða tekjuafgangi á sama tíma á síðasta ári.

Heildartekjur hins opinbera námu 152,7 milljörðum króna en fyrir ári síðan voru það 164,4 milljarðar. Lækkunin nemur ríflega 7 prósentum á milli ára.

Heilarútgjöld hins opinbera jukust um 21 prósent eða úr 146,4 milljörðum árið 2008 upp í 176,7 milljarða nú í ár. Þá segir í hagtíðindum að mikil útgjaldshækkun skýrist aðallega á tíu milljarða hækkun í félagslegum tilfærslum til heimila og tæplega 10 milljarða króna hækkun í vaxtakostnaði ríkisins.

Þá er áætlað að kaup hins opinbera á vöru og þjónustu hafi hækkað um tæplega 8 milljarða króna milli tímabilanna.

Hrein peningaleg eign ríkissjóðs, það er, peningalegar eignir umfram skuldir, var neikvæð um 244 milljarða króna í lok 1. ársfjórðungs 2009 samanborið við 45 milljarða króna jákvæða eign á sama ársfjórðungi 2008. Heildarskuldir ríkissjóðs námu 1244 milljörðum króna í lok þessa árs.

Rétt er að nefna að Hagstofa Íslands hefur þurft að þessu sinni að beita áætlunum í ríkara mæli við mat á afkomu hins opinbera vegna slakra skila sveitarfélaga á fjármálatölum líðandi árs.(visir.is)

Þetta eru miklar skuldir ríkisins en nokkru minni en oft eru nefndar í umræðunni.Af þessu sést,að Ísland hefur ekki efni á því að taka neitt á sig sem því  ber ekki skylda til þess að greiða. Ice save skuldbindingarnar um umdeilanlegar og engan vegin víst,að íslenskra ríkinu beri að greiða þær.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband