Mánudagur, 8. júní 2009
Ice save: Meirihluti lána Landsbanka í Bretlandi tryggður með veðum
Meirihluti lánasafns Landsbankans í Bretlandi er tryggður með veði í eignum fyrirtækja þar í landi og víðar. Hluti safnsins eru lán til fyrirtækja sem eignarhaldsfélag Baugs átti og Landsbankinn tók yfir í febrúar.
Forsendan fyrir því að íslenska ríkið beri sem minnstan skaða af samningnum um Icesave sem kynntur var í gær, er að það takist að vernda og síðan selja eignasafn Landsbankans í Bretlandi upp í þær skuldir sem við blasa, á sjöunda hundrað milljarða króna.
Eignirnar sem um er að ræða eru lán til fyrirtækja í margvíslegum iðnaði, framleiðslu og þjónustu, bæði í Bretlandi og víðar til dæmis í Þýskalandi, Belgíu, Hollandi og Lúxemborg.Þarna er einnig að finna skuldabréfasöfn og lán sem bankinn veitti fyrirtækjum undir hatti BG Holding - eignarhaldsfélags Baugs, sem skilanefnd Landsbankans tók yfir í febrúar. Meirihluti þessara lána eru í evrum - og þau eru tryggð með veðum í eignum fyrirtækjanna. Síðan hryðjuverkalögum var beitt á bankann í Bretlandi í vetur - hafa afborganir af þessum lánum farið inn á vaxtalausa reikninga í seðlabankanum í London. Þar er nú að finna ríflega fimmtíu milljarða króna - sem losnar um 15. júní, þegar kyrrsetningu eigna verður aflétt.( ruv.is)
Erfitt er að fullyrða hvað mikið innheimtist af eignum Landsbankans í Bretlandi en miðað við mat virtra endurskoðendaskrifstofa verður það 75-95% sem innheimtist. Gott er til þess að vita að 50 milljarðar gangi upp í skuldina strax 15.júní.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.