Mánudagur, 8. júní 2009
Á að breyta lögum um Seðlabankann?
Svo virðist sem Seðlabankinn sé farinn að standa í vegi fyrir endurreisn íslenskra atvinnulífs með því að halda hér stöðugt uppi hæstu stýrivöxtum í Evrópu og sennilega á byggðu bólilÞað var boðað í mai af hálfu Seðlabankans,að í júni yrðu stýrivextir lækkaðir mjög mikið. Síðan voru þeir aðeins lækkaðir um 1 prósentustig.Astæðan var sú,að IMF lagðist gegn vaxtalækkun og Seðlabankinn tók ekki mark á hugmyndum ríkisstjórnarinnar um mikinn niðurskurð ríkisútgjaldal Það er alvarlegt mál,ef Seðlabankinn trúir ekki ríkisstjórninni.Ríkisstjórnin hefur unnið hörðum höndum að því að semja tillögur um niðurskurð og auknar tekjur en Seðlabankinn tekur ekkert mark á hugmyndum þar um og bíður frumvarps eða formlegra tillagna.Það gengur ekki Seðlabankinn verður að trúa og treysta ríkisstjórninni.Geri hann það ekki er ekki fullur trúnaður þarna á milli.Hávaxtastefna Seðlabankahs hefur fyrir löngu gengið sér til húðar. Hinir háu vextir vinna ekki gegn verðbólgunni,heldur þvert á móti. Þ eir fara beint úr í verðlagið. Háir vextir Seðlabankans gera meira ógagn en gagn.
Ögmundur Jónasson ráðherra telur koma til greina að breyta lögum um Seðlabankann og svipta hann sjálfstæði sínu. Ég er sammála honum. Sjálfstæður Seðlabanki hefur unnið þjóðfélaginu stórskaða á undanförnum árum.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.