Mánudagur, 8. júní 2009
Mótmæli vegna Icesave á Austurvelli í dag
Mótmælendur hentu smápeningum í Alþingi, sprengdu kínverja og börðu í búsáhöld meðan Steingrímur J. Sigfússon flutti Alþingi skýrslu um Icesavesamkomulagið í dag. Arnar Rúnar Marteinsson aðalvarðstjóri sagði að peningum hefði rignt niður en þeir færu þó skammt með að hrökkva upp í skuldir vegna Icesave.
Um fjögur hundruð mótmæltu þegar mest var. Fimm voru handteknir en mótmælin voru þó að mestu friðsamleg. Margt fólk var í uppnámi vegna samningsins og sagði framtíð barna sinna og barnabarna stefnt í hættu.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.