Þriðjudagur, 9. júní 2009
Ríkið á ekki að greiða neitt vegna Ice save
Eins og ég hefi margoft tekið fram er ekkert í tilskipun ESB um tryggingasjóð innistæðna,sem segir,að ríki eigi að greiða ef sjóðurinn getur ekki greitt tilskyldar innistæður skv. tilskipun ESB.Þess vegna ber íslenska ríkinu engin lagaleg skylda til þess að greiða neitt vegna Ice save reikninganna í Bretlandi og Hollandi.En samt sem áður hefur ríkisstjórnin ákveðið að taka ábyrgð á skuldbindingum tryggingasjóðs innistæðna vegna Ice safe. Ríkisstjórnin segir,að ríkisstjórn Geir H.Haarde hafi verið búin að skuldbinda Ísland í þessu efni. Sú ríkisstjórn lét undan hótunum Breta og IMF og lét kúga sig til þess að greiða.( Sennilega má ógilda samninga,sem gerðir eru undir kúgun) Einn ljós punktur var þó i samningi ríkisstjórnar Geirs H.Haarde við Breta. Þar var ákvæði um að ef þróun efnahagsmála á Íslandi færi á versta veg og Ísland gæti ekki borgað þá ætti að endurskoða samninginn.
Nú hefur Jóhanna Sigurðardóttir,forsætisráðherra,auk þess sagt,að til greina komi að láta bankana greiða meira en áður til tryggingasjóðs innistæðna. Það er auðvitað sjálfsagt. Þettu eru skuldir bankanna og samkvæmt tilskipun ESB átti tryggingasjóður innistæðna að standa undir greiðslum ef bankar kæmust í þrot. Ríkið átti ekki að borga.
Vonandi duga eignir Landsbankans fyrir Ice save. Ef svo verður ekki þarf að láta bankana greiða meira til tryggingasjóðs innistæðna eða í versta fali aðendurskoða samninginn og gera hann viðráðanlegri fyrir Ísland.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.