Krafan er: Allir fái aðgang að veiðiheimildum; nýliðar og afskiptar sjávarbyggðir

Útgerðin og Sjálfstæðisflokkurinn reka nú harðan áróður gegn fyrningarleið ´ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegsmálum. Útgerðin hrópar alltaf að fyrirtæki í útgerð verði gjaldþrota,ef þessi leið verði farin.Þetta er hræðsluáróður sem enginn fótur er fyrir.Fyrningarleiðin setur ekki útgerðina á hausinn. Það er kvótakerfið,sem hefur sett mörg útgerðarfyrirtæki svo gott sem á höfuðið vegna mikillar skuldsetningar.Það kaldhæðnislega er,að mikið af skuldum útgerðarinnar í ríkisbönkunum eru skuldir vegna kvótabrasks.Jafnvel eru mörg dæmi um ,að útgerðarmenn hafi veðsett kvóta sína fyrir lánum til þess að taka þátt í verðbréfabraski,jafnvel útrásinni.

Útgerðin reynir að fá samúð almenning og lætur sem ríkisstjórni sé vond við útgerðina og vilji gera henni erfitt fyrir. En útgerðin gleymir því hvernig hún hefur farið með sjávarbyggðirnar úti á landi. Þar  hafa kvótagreifar keypt upp kvóta heilu byggðarlaganna,farið með þá burtu og skilið eftir sviðna  jörð. Húseignir  í þessum byggðum hafa hriðfallið í verði vegna aðgerða kvótagreifanna. Svo væla þessir menn nú og heimta samúð almennings.

Það verður að fylgja fyrningarleið ríkisstjórnarinnar fast fram. Það á að fyrna aflaheimildir á 20 árum,aðeins um 5% á ári. Þetta er mjög mild aðgerð. Síðan verður úthlutað á ný gegn gjaldi  eða aflaheimildir boðnar upp. Nýliðar eiga að fá aðgang að aflaheimildum og afskiptar sjávarbyggðir. Auðvitað munu núverandi útgerðarfyrirtæki fá mikið af aflaheimildunum á ný. Þau eru ekki óvön að kaupa aflaheimildir. Ríkisstjórnin mun hafa samráð fyrir útgerðina og samtök þeirra um framkvæmd málsins. Og mér finnst rétt að taka skuldamál útgerðarinnar inn í dæmið. Ríkisstjórnin getur ef til vill mildað eitthvað skuldamál útgerðarinnar til þess að auðvelda aðlögun.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband