Þriðjudagur, 9. júní 2009
Mótmæli halda áfram á Austurvelli í dag
Boðað er til friðsamlegra mótmæla í dag við Austurvöll og áfram út vikuna gegn Icesave-samningi ríkisstjórnarinnar. Fjöldi fólks hefur skráð sig á mótmælasíður á netinu, meðal annars tæplega 20 þúsund manns á samskiptavefnum Facebook. Hópur fólks braust inn í Fríkirkjuveg 11 í Reykjavík í gærkvöld en húsið er í eigu fjárfestingafyrirtækis Björgólfs Thors Björgólfssonar. Lögreglan var kvödd til og var nokkur atgangur á vettvangi.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.