Þriðjudagur, 9. júní 2009
Ekki kemur til greina að skerða kjör aldraðra og öryrkja
Ráðherarnir tala mikið um nauðsyn sparnaðar og aukna skattlagningu.Þeir hafa sagt,að í niðurskurði verði ekkert undanskilð.Þeir hafa gefið í skyn,að það þurfi m.a. að skerða velferðarkerfið.Með hliðsjón af kosningaloforðum og stefnu stjórnarinnar í velferðarmálum vil ég benda á,að ekki kemur til greina að skerða lífeyri aldraðra og öryrkja.Þar er ekki af neinu að taka.Kjör þessara hópa eru í lágmari. Það verður því að leita á önnur mið. Að mínu mati má hækka skatta þeirra sem hafa yfir 5-600 þús. á mánuði og það má leggja á hátekjuskatt á ný. Skera má niður allan óþarfa í ríkisrekstrinum og spara alls staðar í ríkisgeiranum þar sem það er mögulegt.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.