Miðvikudagur, 10. júní 2009
Gullfoss sleppur við virkjun!
Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri greindi frá nýjum virkjunarkostum, sem metnir verða í rammaáætlun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma, í gær.
Þar á meðal eru fimm nýir staðir í Hvítá í Árnessýslu, allt frá Selfossi næst sjó, upp að Búðartungu ofan Gullfoss. Þar á milli yrðu Haukholtsvirkjun, neðan Gullfoss, þá Vörðufellsvirkjun og Hestvatnsvirkjun. Samanlögð aflgeta þeirra er áætluð 227 megavött.
Aðrir nýir kostir eru Eyjadalsárvirkjun á vatnasvæði Skjálfandafljóts og Þverárvirkjun við Ísafjarðardjúp. Þá hefur möguleg vatnsaflsvirkjun við Hágöngur fengið nýtt nafn og nefnist nú Skrokkölduvirkjun til aðgreiningar frá jarðvarmamöguleikum á sama svæði.(mbl.is)
Fara verður varlega í virkjanir.Við eigum marga fallega fossa.Gullfoss er að sjálfsögðu fallegastur allra og heilagur í okkar augum.Aldrei kemur til greina að virkja hann. En vera kann að það þurfi að hlífa mörgum fleiri fossum.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.