Miðvikudagur, 10. júní 2009
Gallup: 60% telur,að fólki sé mismunað
Um 60% Íslendinga telja að fólki sé mismunað vegna þjóðernis og kynþáttar hér á landi. Þetta er niðurstaða Gallup könnunar fyrir Mannréttindaskrifstofu Íslands og félagsmálaráðuneytið. Í úrtakinu voru 1200 manns.
Í könnuninni var spurt um viðhorf til mismununar á grundvelli kynferðis, kynhneigðar, fötlunar, trúar, aldurs og þjóðernis. 80% telja að fötlun geti haft neikvæð áhrif á atvinnuleit og tæplega 90% telja að minni líkur séu á því að fólk yfir sextugu fái vinnu. Fleiri Íslendingar telja að kyn hafi neikvæð áhrif á atvinnuleit en svarendur í sambærilegum könnunum sem gerðar hafa verið innan Evrópusambandsins.15% sögðust hafa orðið vitni að mismunun vegna kynferðis; þrisvar sinnum fleiri en í svipuðum könnunum innan ESB.
Örlítið færri eða 13% höfðu orðið vitni að mismunun vegna kynhneigðar undanfarið ár; rúmlega helmingi fleiri en í Evrópusambandslöndunum. 70% töldu þó að mismunun af þessum toga hefði minnkað á síðustu fimm árum.(ruv.is)
Þessi könnun er athyglisverð og leiðir í ljós,að fólk telur mikla mismunun eiga sér stað í þjóðfélaginu. Ég tel,að einnig sé um mikla mismunun að ræða vegna kynferðis.Þegar öryrkjadómurinn frægi var kveðinn upp var talið,að stjórnvöld hefðu brotið stjórnarskrá með því að skerða bætur lífeyrisþega vegna tekna maka.Stjórnvöld urðu að taka tillits til dómsins en þau gerðu sér lítið fyrir og ákváðu að skerða áfram að hluta til. Það var að sjálfsögðu ólöglegt einnig. Stjórnvöld nú skulu ekki láta sér detta í hug að brjóta stjórnarskrána á ný með því að taka upp makatengingar.Það er ó heimilt.
Björgvin Guðmundssoon
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.