Miðvikudagur, 10. júní 2009
Rannsóknarnefnd kannar töpuð útlán Seðlabanka
Rannsóknarnefnd Alþingis skoðar töpuð útlán Seðlabanka Íslands, upp á 350 milljarða í endurhverfum viðskiptum, á síðustu dögunum fyrir hrunið. Tryggvi Gunnarsson nefndarmaður staðfestir þetta.
Þetta er hluti af þessu viðfangsefni sem nefndin er að fjalla um; hvernig voru bankarnir fjármagnaðir á þessum tíma og annað eftir því," segir hann. Um hvort starfsmenn Seðlabankans hafi verið kallaðir fyrir nefndina og spurðir um þetta, segir hann:
Við erum að kanna ýmsa hluti og ræða við fólk, þannig að það er ýmislegt í gangi."(visir.is)
Þetta er gífurlega há upphæð og hafa ýmsir bent á,að vegna umræddra tapa Seðlabanka hafi bankinn í raun verið gjaldþrota.En ríkið dró bankann að landi.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.