Miðvikudagur, 10. júní 2009
Hvernig á að skera niður í ríkisrekstri?
Ríkisstjórnin stendur nú frammi fyrir því erfiða verkefni að skera niður ríkisútgjöld um 10 milljarða á yfirstandandi ári. Jafnframt þarf hún að auka tekjur um 10 milljarða.Síðari leiðin er auðveldari en niðurskurðarleiðin er mjög erfið,sérstaklega á miðju ári. Ein leið til niðurskurðar hefði verið sú að skera allt niður jafnt um ákveðna prósentu,fara í flatan niðurskurð. Það er fljótleg aðferð. En ríkisstjórnin vill ekki fara þá leið. Hún vill vega og meta hvar má skera niður og hvar ekki,m.a. vegna þess,að hún vill verja velferðarkerfið eins og kostur er.Þessu hefur Samfylkingin lýst yfir, í stjórn Geirs H.Haarde,í minnihlutastjórninni og á vegum þeirra stjórnar sem nú situr. Ljóst er ,að það verður að skera niður í menntamálum og heilbrigðismálum og að sjálfsögðu í samgöngumálum.Menntamál og heilbrigðismál eru viðkvæm ráðuneyti. Einnig þarf að skera niður í landbúnaðarmálum og umhverfismálum og raunar í öllum ráðuneytum. Ég tel,að það mætti lækka laun í öllum ríkisrekstrinum og að engin laun væru hærri en 5-600 þúsund.Þegar búið er að skera niður í öllum þessum málaflokkum má athuga velferðarmálin í þrengsta skilningi,þ.e almannatryggingar,ef þörf er á frekari niðurskurði en fara verður mjög varlega í niðurskurð þar.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:57 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.