Er ekki farið eftir ráðum Evu Joly?

Fréttir berast af því,að Eva Joly hóti að hætta störfum hjá sérsökum saksóknara,sennilega vegna þess,að ráðum hennar sé ekki fylgt nægilega.Ef þetta er rétt er það alvarlegt mál. Eva Joly er þrautreynd við vinnu að spillingarmálum og hefur upplýst stórfellt svikamál hjá frönsku fyrirtæki.Hér hafa menn enga reynslu í þessum efnum. Það var mikill fengur að því að fá hana til starfa. En ef ekkert er farið eftir ráðum hennar er lítið gagn í starfi hennar. Steingrímur J.Sigfússon sagði fyrir fáum dögum að nú væru komnar forsendur til þess að frysta eignir grunaðra auðmanna.Þó hefur enn ekkert heyrst um að það hafi verið gert.Því miður virðist eins og tekið sé með vettlingatökum á málum þessum. Það á að fara eftir ráðum Evu Joly í .þessu efni svo framarlega sem það stenst lög.En það á ekki að tefja málin og tefja þar til of seint er að grípa til harkalegra aðgerða.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ég held að fólki í stjórnkerfinu hugnist ekki að neitt verði upplýst.

Finnur Bárðarson, 10.6.2009 kl. 16:26

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Svo það var komin, frétt sem ég var ekki búinn að sjá:

Mér sýnist þetta, vera byrtingarmynd þess vandamáls ríkisstjórnarinnar, hvað verkstjórn hennar er léleg.

Með öðrum orðum, hlutir sem þarf að gera, komast ekki í verk.

Mundu, enn hafa gömlu bankarnir ekki verið gerðir upp,,,sem þýðir, formlega séð eru nýju bankarnir ekki til, og allt á huldu um eiginfjárstöðu þeirra, sem skýrir af hverju þeir geta ekki veitt neina fyrirgreiðslu til atvinnulífsins, sem og til almennings.

Þetta ástand, er stærsta ástæðan fyrir stöðugu falli krónunnar, þ.s. verð gjaldmiðils, er byrtingarmynd mats markaðarins, á stöðu hagkerfisins.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 10.6.2009 kl. 16:52

3 identicon

Er þessi hótun Evu Joly ekki bara staðfesting á slökum vinnubrögðum saksóknara og annarra er að málum koma.

Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 16:59

4 Smámynd: Finnur Bárðarson

Rétt hjá þér Páll, hún er vön að nota járnglófa en saksóknarinn notar silkihanska.

Finnur Bárðarson, 10.6.2009 kl. 17:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband