Fimmtudagur, 11. júní 2009
Sparað á alþingi
Þingmenn fá minni fjármuni en áður til að ferðast og þeir gista nú á ódýrari hótelum en áður. Þetta er hluti af sparnaðaraðgerðum þingsins. Karl M. Kristjánsson rekstrarstjóri Alþingis segir þingmenn taka niðurskurðinum vel.
Það kostar yfir tvo milljarða króna á ári að reka Alþingi. Í þeim sparnaðaraðgerðum sem nú standa yfir víðsvegar í ríkisrekstrinum er þingið ekki undanskilið. Mestur sparnaður þar næst með lækkun launa þingmanna en aflagning aðstoðarmannakerfis landsbyggðarþingmanna sparar einnig fé. En þar með er ekki öll sagan sögð. Ferðakostnaður þingmanna hefur nú verið stórlega skertur. Færri þingmenn fá að fara á fundi erlendis en áður að sögn Karls M. Kristjánssonar. Hann bætir við að almennt hafi verið dregið úr alþjóðasamstarfi. Þó sé reynt að draga eins lítið og mögulegt sé úr erlendu samstarfi.
Þingmenn þurfa einnig að tilkynna fyrirhugaðar ferðir með meiri fyrirvara en áður svo hægt sé að kaupa ódýrari fargjöld og þeir gista nú á ódýrari hótelum. Karl segist ekki geta sagt annað en að menn hafi tekið sparnaðinum vel. Þingmenn hafi skilning á þörfinni fyrir að spara. Hann hafi ekki heyrt annað en að ánægja ríki meðal þingmanna að reynt að taka fast á hlutum.(ruv.is)
Það er gott,að ´sparað skuli á alþingi,þegar skera á niður í öllu þjóðfélaginu.Alþingi þarf að ganga á undan með góðu forsæmi.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.