Fimmtudagur, 11. júní 2009
Kjör aldraðra og öryrkja eru í lágmarki
Einhleypur ellilífeyrisþegi hefur í dag 150 þús. kr. eftir skatt.Hér er miðað við þann sem hefur ekkert úr lífeyrissjóði og verður að treysta eingöngu á lífeyri frá almannatryggingum. Þetta er eingöngu um helmingur af því,sem Hagstofan segir,að neysluútgjöld einstaklinga séu í dag.En af þessum 150 þús. kr. verður ellilífeyrisþeginn að greiða húsnæði,ef til vill í kringum 100 þús. á mánuði,mat,fatnað,rafmagn.hita,síma og rekstur bíls ef um hann er að ræða. Allir sjá,að það er ekki unnt að lifa af þessu. Er það sómasamlegt að skammta eldri borgurum svo naumt. Eiga þeir ekki rétt á því að lifa með reisn síðustu æviárin. Staðan er lítið betri hjá þeim ,sem hafa 50 þús. á mánuði úr lífeyrissjóði,þar eð helmingurinn af því fer í skatta og skerðingar. Ljóst er,að ríkisstjórnin getur ekki sótt neitt til eldri borgara í niðurskurði sem framundan er.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.