Ríkissaksóknari ætlar ekki að segja af sér

Valtýr Sigurðsson ríkissaksóknari segir það af og frá að hann ætli að biðjast lausnar líkt og Eva Joly fór fram á í gær. Eva sagði Valtý vanhæfan í starfi þar sem sonur hans sé einn af lykilstjórnendum í einu af þeim félögum sem verið sé að rannsaka.

Valtýr segist hafa skrifað dómsmálaráðuneytinu bréf þann 18.maí þar sem hann óskaði eftir því að hann viki sæti í öllum málum sérstaks saksóknara. Evu ætti að vera það ljóst.

Sigurður Valtýsson sonur Valtýs er annar af forstjórum Exista sem var stærsti eigandi Kaupþings.

Valtýr segir að annaðhvort sé Eva Joly ekki í neinum tengslum við starfsfólk embættis sérstaks saksóknara eða þá að um sé að ræða einhverskonar einkaflugeldasýningu hennar.(visir.is)

Það er vissulega bót í máli,að ríkissaksóknari  hafi lýst sig vanhæfan í öllum málum er varða bankahrunið.Spurning er hvort það nægir. Ef til vill  er það nóg en spurning er þó hvort einhver mál varðandi bankahrunið geti einnig flokkast undir almenn sakamál hjá ríkissaksóknara,þ.e. skarast. Þetta verður að vera úrlausnarefni dómsmálaráðherra. Ég hefi trú á að hún sé réttsýn og geri hið rétta.

 

Björgvin Guðmundsson



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband