Ekki sammála Jóni Baldvin

Jón Baldvin Hannibalsson skrifar athyglisverða grein í Fréttablaðið í dag um Ice save undir fyrirsögninni "Vei yður þér hræsnarar".Inntak greinarinnar er,að´  íslenska ríkinu beri skylda til þess að greiða eða ábyrgjast Ice save reikninga Landsbankans í Bretlandi og Hollandi.Ég er ósammála því. Jón Baldvin segir m.a. ,að íslenskir lögfræðingar hafi  fullyrt,að skv. EES samningnum takmarkist ábyrgð ríkisins við þá  upphæð,sem er að finna í tryggingasjóði innstæðueigenda.Þetta er misskilningur hjá Jóni Baldvin. Stefán Már Stefánsson prófessor í lögum hefur sagt,að íslenska ríkið beri enga ábyrgð á innistæðum á Ice save reikningum.Ábyrgðin sé öll hjá tryggingasjóði innstæðueigenda.Ekkert sé í tilskipun ESB um tryggingasjóð innstæðna sem kveði á um ábyrgð ríkisins.  Þess vegna ber´islenska ríkinu engin skylda til þess að borga neitt og lagmark hefði verið að nota það atriði í samningum um Icesave en það var ekki gert. Islensk stjórnvöld  kiknuðu undan þrýstingi stórveldanna,ESB og IMF. Ísland var  kúgað.  

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband