Öbi: Bág staða öryrkja og ellilífeyrisþega

Aðalstjórn Öryrkjabandalags Íslands lýsir þungum áhyggjum yfir bágri stöðu öryrkja og ellilífeyrisþega sem þurfa að treysta á hið opinbera til að geta framfleytt sér og sínum. Fatlað fólk og eldri borgarar nutu ekki hins svokallaða góðæris þar sem uppbygging velferðarkerfisins var ekki í samræmi við velmegun í samfélaginu. Staða fyrrgreindra hópa er mjög þung vegna aukins kostnaðar á nauðsynjum, eins og mat, lyfjum, lækniskostnaði og húsnæði. Mjög margir geta ekki látið enda ná saman.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Öryrkjabandalaginu. Þá segir að Aðalstjórn félagsins krefjist þess að sá stöðugleikasáttmáli sem unnið er að á vettvangi ríkisstjórnar, samtaka atvinnulífs og verkalýðshreyfingar taki einnig til öryrkja og ellilífeyrisþega. Það gangi ekki að 44 þúsund einstaklingar verði hafðir fyrir utan það samkomulag.

„Við Íslendingar verðum að hafa kjark til að fara í gegnum þessa erfiðleikatíma með því að verja velferðarkerfið með öllum tiltækum ráðum. Aðför að velferðarkerfinu myndi valda óafturkræfum skaða. Að mati aðalstjórnar er nú rétti tíminn fyrir íslensk stjórnvöld að endurskoða gildi okkar og setja fólk í forgang. Aðalstjórn ÖBÍ mótmælir því harðlega að sérstakir lágtekjuskattar verði lagðir á lífeyrisþega."

(visir.is)

Því verður að treysta,að velferðarstjórn sú,sem nú situr, skerði ekki kjör lífeyrisþega við þann niðurskurð sem framundan er.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband