Sjötta hvert heimili með þunga greiðslubyrði

Um 77% heimila þarf að verja innan við 40% ráðstöfunartekna í greiðslubyrði íbúða-, bíla- og yfirdráttarlána. Greiðslubyrðin, miðað við tekjur og greiðslur í febrúar sl., virðist því vera viðráðanleg, þrátt fyrir að skuldsetning íslenskra heimila sé mikil í alþjóðlegum samanburði, m.v. ráðstöfunartekjur.

Eitt af hverjum sex heimilum er þó með mjög þunga greiðslubyrði og þarf að verja meira en helmingi ráðstöfunartekna í lánagreiðslur. Þetta kom fram á málstofu Seðlabanka Íslands sem bar yfirskriftina „Staða íslenskra heimila í kjölfar bankahruns.“ Mikið fjölmenni var á fundinum.

Skuldsetningin er nokkuð jafndreifð milli tekjuhópa, þannig eru þeir tekjuhæstu ekki mikið skuldsettari á en þeir tekjulægri, sem er óvenjulegt í alþjóðlegu samhengi.

Fjórðungur heimila er með húsnæðisskuldir yfir 500% af árstekjum. Einnig skuldar fjórðungur heimila meira í bílalán en sem nemur árstekjum, um 8% þegar talað er um yfirdráttarlán.

Þorvarður Tjörvi Ólafsson, hagfræðingur hjá Seðlbankanum, kynnti niðurstöðurnar og sagði gagnagrunninn sem notast er við og telur til um 75 þúsund heimila, vera einstakan á heimsvísu. Þar inni eru dulkóðuð gögn frá bönkum, sparisjóðum, lífeyrissjóðum, Íbúðalánasjóði, Vinnumálastofnun og ríkisskattsjóra.

Rúmur fjórðungur skuldanna fellur á heimili sem búa við mjög þunga greiðslubyrði, þ.e. þau heimili sem þurfa að verja yfir 50% af sínum ráðstöfunartekjum til niðurgreiðslu skulda.

78% hjóna með börn er með viðráðanlega greiðslubyrði. Staða einstæðra er erfiðari, en 29% þeirra eru með mjög þunga greiðslubyrði.

Þau heimili sem búa bæði við þunga greiðslubyrði og meira en fimm milljóna króna neikvæða eiginfjárstöðu (skuldir umfram eignir) eru í mestri hættu á að lenda í greiðsluerfiðleikum. Sá hópur, sem er um 2,5% heimila, dreifist nokkuð jafnt milli tekjuhópa, en hann er með um 8% af heildarskuldum.

Innan við 0,5% þeirra sem eru atvinnlausir eru í ofangreindum hópi.

Heimili í mjög neikvæðri eiginfjárstöðu í húsnæði hafa tilhneigingu til að tilheyra tekjuhærri hópunum og um helmingur þeirra er með viðráðanlega greiðslubyrði. Á hinn bóginn hafa þau heimili sem eru með þunga greiðslubyrði lána tilhneigingu til að tilheyra tekjulægri hópunum. 68% þeirra eru enn í jákvæðri eiginfjárstöðu í húsnæði. Þetta endurspeglast í því að „aðeins“ 2,5% tilheyra báðum hópum. Það eru þó hátt í tvö þúsund heimili.

 

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Héðinn Björnsson

Það er miðað við að heimili séu í verulega vondri stöðu (e. subprime) ef afborganir af ölum lánum þeirra ná 45% af tekjum þeirra og þá talið ólíklegt að gjaldþroti verði flúið. Miðað við tölur þínar má áætla að þetta eigi við um c.a. 20% af heimilum landsins eða 15-20 þúsund heimila með um 50-75 þúsund íbúa, flestir hér á höfuðborgarsvæðinu. Til samanburðar má nefna að það þurfti nokkur þúsund manns hérna í vetur til að vellta ríkisstjórninni.

Í þessu samhengi er mikilvægt að nefna frumvarp Lilju Mósesdóttur og annarra um að lánadrottnar verði að láta veð duga fyrir skuldum en samþykkt þess getur verið það sem skilur milli stríðs og friðar í okkar litla landi.

Héðinn Björnsson, 11.6.2009 kl. 23:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband