Föstudagur, 12. júní 2009
Íslenska ríkinu ber ekki að borga samkvæmt tilskipun ESB
Þegar ríkisstjórn Geirs H. Haarde samþykkti fyrir áramót að borga Ice save reikninga Landsbankans í Bretlandi og Holllandi var sagt,að það væri skylt að borga samkvæmt reglum ESB. Sagt var að öll ríki ESB hefðu samþykkt eða óskað eftir að Ísland borgaði.Island hefði einangrast, ef það hefði neitað að borga..En það rétta er,að það stendur ekkert í tilskipun ESB um að ríki eigi að borga ,ef innlánstryggingasjóður getur ekki borgað allt.Og ekkert var formlega samþykkt í stofnunum ESB um að íslenska ríkinu væri skylt að borga. Hins vegar var lagður þrýstingur á Island af ráðamönnum í ESB.Og IMF afgreiddi ekki lánið til Íslands fyrr en lausn var fundin á Icesave deilunni. Ísland var beitt þvingunum og kúgun í málinu.En eru slíkir samningar,sem gerðir eru undir kúgun gildir? Það er vafamál..
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:04 | Facebook
Athugasemdir
Sæll Björgvin.
Taktu líka eftir því ef þú skyggnist betur í þessa atburðarrás að þá voru það ekki kjörnir fulltrúar Þýskalands, Frakklands, Danmerkur eða annarra aðildarríkja ESB sem voru með þessa afstöðu eða þvinganir og hótanir.
NEI þetta voru einstakir háttsettir embættismenn ESB VALDSINS og embættismannaráðin andlitslausu sem beittu sér og tóku þessa afstöðu og það án þess að sækja sér nokkuð lýðræðislegt um boð til þess frá hinum kjörnu fulltrúum. Hinir svokölluðu leiðtogar aðildarlandanna, annaðhvort sögðu ekkert eða hengsluðust með sérfræðingastóði ESB VALDSINS sem hefur komið því þannig fyrir að þeir fara því fram sem þeir vilja.
Það er akkúrat þetta sem er svo yfirþyrmandi viðbjóðslegt við þetta ólýðræðislega og falda vald sem endurskapast alltaf betur og betur í svona ólýðræislegum valdastrúktúr og apparötum eins og ESB hefur þróa með sér.
Fólkið ræður engu - lýðræðið er fótum troðið. Fulltrúar fólksins koma og fara og verða aðeins einnota strengjabrúður VALDSINS, hinns fullkomna eigin hagsmunakerfis skriffinnanna.
Þetta er það hættulega við öll svona miðstýrð embættismanna kerfi þau fara að lifa sjálfstæðu lífi úr öllum tengslum við fólkið sem þau upphaflega áttu að þjóna.
Sagan endurtekur sig alltaf.
Ég bara trúi því ekki Björgvin að svona gamalreyndur lýðræðis jafnaðarmaður eins og þú munir ekki á endanum sjá í gegnum þetta HAUGHÚS ANDSKOTANS sem heitir ESB og ganga til liðs við okkur sem berjumst fyrir því að verja frelsi og sjálfstæði þjóðarinnar.
Ekki veitti nú af að einhver einn eða tveir í flokki Samfylkingarinnar þyrðu nú að standa upp og segja hátt og snjallt við trúboðana og náhirðina í þessum flokki "en sjáiði ekki þessi ESB-keisari er ekki í neinum fötum"
Ég skora á þig Björgvin, það er kominn tími til
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 12.6.2009 kl. 09:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.