Á að lækka laun aldraðra og öryrkja en hækka laun verkafólks innan ASÍ?

Furðulegar hugmyndir svífa nú yfir vötnunum,hugmynd um að skera stórlega niður bætur aldraðra og öryrkja!Á sama tíma er rætt um það í Karphúsinu að hækka laun verkafólks innan ASÍ  1.júlí n.k. Það getur að vísu verið að sú kauphækkun komi til framkvæmda í´áföngum.Einu sinni þótti sjálfsagt,að lífeyrisþegar,bótaþegar,fengju sömu hækkun og verkafólk hverju sinni.Nú er rætt um launahækkun verkafólks en launalækkun aldraðra og öryrkja.Er ekki velferðarstjórn í landinu?

Það kemur að sjálfsögðu ekki til greina,að skerða kjör aldraðra og öryrkja.Þau eru nógu slæm fyrir,þau eru í lágmarki. Kjör 3/4 lífeyrisþega voru raunar skert um síðustu áramót en þá fengu  3/4 lífeyrisþega aðeins helming vísitöluuppbótar,sem þeir áttu að fá lögum samkvæmt. Aðeins 1/4 lífeyrisþega fékk fulla vísitöluuppbót  eða tæplega 20% hækkun en hinir,3/4 fengu aðeins 9,6% hækkun eða helming verðbólgunnar. Þessi hópur er því þegar búinn að taka á sig mikla kjaraskerðingu fyrir utan verðlagshækkanir á matvælum og stórfellda hækkun á lyfjum. Það er komin næg kjaraskerðing hjá þessum hópi.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband