Meirihluti alþingis getur knúið fram þjóðaratkvæði

Lagt verður til í frumvarpi ríkisstjórnarinnar að einfaldan þingmeirihluta þurfi til að fram fari ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslur um tiltekin mál. Frumvarpið var rætt á fundi forystumanna ríkisstjórnarinnar með blaðamönnum í morgun.

Fulltrúar allra þingflokka hafa komið að vinnu við gerð frumvarpsins sem verður lagt fyrir Alþingi á næstu dögum. Því er ætlað að tryggja þjóðinni síðasta orðið í meiriháttar málum.

Samkvæmt frumvarpinu verða þjóðaratkvæðagreiðslur einungis ráðgefandi en það er mat manna að breyta verði stjórnarskránni svo slíkar atkvæðagreiðslur geti verið bindandi.

 

Björgvin Guðmundsson



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband