Hlífum öldruðum og öryrkjum!

Hvernig á að loka fjárlagagati yfirstandandi árs?Ríkisstjórnin hefur talað um að hækka skatta fyrir 10 milljörðum og að rétt væri að skera niður ríkisútgjöld fyrir 10 milljörðum.Það þarf  að spara 20 milljarða á yfirstandandi ári.Í örvæntingu  hefur ríkisstjórnin látið sér detta í hug að skera niður bætur almannatrygginga,m.a. bætur aldraðra og öryrkja enda þótt hún hafi áður lýst því yfir að verja eigi velferðarkerfið og sérstaklega almannatryggingarnar.Ég tel,að stjórnarflokkarnir hafi fengið meirihluta í þingkosningunum vegna þess,að fólk treysti þessum flokkum til þess að standa vörð um velferðina og sérstaklega almannatryggingarnar.Þess vegna getur þessi stjórn ekki skorið niður bætur almannatrygginga.Það væru svik við kjósendur að fara þá leið. Í stað þess að láta bótaþega almannatrygginga bera miklar byrðar fyrir þjóðfélagið er eðlilegra að dreifa byrðunum jafnt yfir alla   í landinu .t.d með sérsökum launaskatti.( sem legðist á alla launþega og alla launagreiðendur) 1,5% launaskattur mundi gefa 10 milljarða í tekjur´.Það er mikið réttlátari leið.
Björgvin Guðmundsson

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband