Laugardagur, 13. júní 2009
57,9% vilja aðildarviðræður við ESB
Verulegur meirihluti er hlynntur því að taka upp aðildarviðræður við Evrópusambandið, ESB, eða 57,9 prósent, samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar Gallup fyrir Morgunblaðið sem gerð var 28. maí til 4. júní. Andvígir aðildarviðræðum eru 26,4 prósent en 15,7 prósent eru óákveðin.
Fleiri konur eru mjög hlynntar aðildarviðræðum en karlar, eða 36,2 prósent á móti 22,9 prósentum. 15,3 prósent kvenna eru mjög andvíg aðildarviðræðum en 16,2 prósent karla.
Þeir sem eru á aldrinum 35 til 44 ára eru hlynntari viðræðum en aðrir aldurshópar, en meðal þeirra er 34,1 prósent mjög hlynnt aðildarviðræðum.
Í Reykjavík eru 36,3 prósent mjög hlynnt aðildarviðræðum en 34,3 prósent í nágrannasveitarfélögunum. Í öðrum sveitarfélögum eru 20,6 prósent mjög hlynnt viðræðum.(mbl.is)
Þetta er afgerandi meirihluti fyrir aðildarviðræðum og gefur til kynna að ekki þurfi þjóðaratkvæði um það hvort fara eigi í aðildarviðræður.Nóg er að þingið samþykki það en síðan verður að sjálfsögðu að leggja aðildarsamning fyrir þjóðina.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.