Laugardagur, 13. júní 2009
Frumvarp um lækkun hæstu launa hjá ríki og bönkum
Ríkisstjórnin hyggst fela kjararáði að ákveða laun æðstu stjórnenda í opinberum hlutafélögum og stofnunum, þannig að enginn hafi hærri laun en forsætisráðherra.
Þegar ríkisstjórnin tók við völdum fyrir rúmum mánuði gerði hún 100 daga áætlun. Meðal þeirra aðgerða sem þar var kveðið á um var að gripið yrði til viðeigandi aðgerða til að lækka hæstu launin hjá ríkinu og félögum á þess vegum, með það að leiðarljósi að enginn fengi hærri laun en forsætisráðherra. Mánaðarlaun hans eru 935.000 krónur.
Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra greindi frá því á blaðamannafundi í hádeginu að hann hefði kynnt ríkisstjórn í morgun drög að frumvarpi um breytingar á kjararáði þannig að ráðið ákvæði laun framkvæmdastjóra og æðstu stjórnenda í félögum, stofnunum, sjóðum sem heyra undir ríkið. (ruv.is)
Það er gott svo langt sem það nær að ákveða ,að engin laun í ríkiskerfinu skuli ekki vera hærri en laun forsætisráðherra.En það er ekki nóg. Það þarf að skera laun meira niður.Í því ástandi sem er í dag ættu laun ekki að vera hærri en 600 þús. á mánuði.Slík takmörkun gæti gilt í 1-2 ár á meðan við erum að vinna okkur út úr vandanum.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.