Laugardagur, 13. júní 2009
Fjárlagagatið í ár að mestu brúað með skattahækkunum
Fjárlagagatið á þessu ári verður að mestu brúað með skattahækkunum og minna um niðurskurð að sögn forsætisráðherra. Ríkisstjórnin fundaði tvisvar í dag um ríkisfjármálin.
Boðað var til auka ríkisstjórnarfundar í Ráðherrabústaðnum klukkan hálf ellefu í morgun til að ræða stöðu ríkisfjármála. Að þeim fundi loknum komu aðilar vinnumarkaðarins og fulltrúar sveitarfélaganna á fund ríkisstjórnar.
Ríkisstjórnin þarf að brúa 20 til 25 milljarða króna fjárlagagat á þessu ári og alls um 170 milljarða á næstu þremur árum. Hingað til hefur ríkisstjórnin talað um blandaða leið í þessu samhengi, skattahækkanir og niðurskurð.
Menn eru að átta sig á hvað þeir treysta sér í mikinn rekstrarniðurskurð núna á miðju ári og það er mjög erfitt bæði varðandi reksturinn og tilfærslurnar þannig að það verðu meira lagt á skattabreytingar á þessu ári. Síðan munu frekast jafnast út hlutföllin árið 2010 milli þessara erfiðu liða," segir Jóhanna Sigurðardóttir.
Ríkisstjórnin hefur ekki mikinn tíma til stefnu enda þarf að klára málið fyrir lok sumarþings um næstu mánaðamót. Stefnt er að því að niðurskurðarpakkinn verði tilbúinn í lok næstu viku.
Ráðherrar ríkisstjórnarinnar mættu aftur til fundar klukkan tvö strax eftir að fundi forsætisráðherra með aðilum vinnumarkaðarins og fulltrúum sveitarfélaga lauk.
Forseti ASÍ segir nauðsynlegt að ríkisstjórnin leggi fram heildarsýn í ríkisfjármálum sem fyrst til að ýta á frekari stýrivaxtalækkanir.
Þannig að við erum hér að kalla eftir því að fá uppstillingu á þessum ríkisfjármálum sem getur gagnast seðlabankanum til að taka tilteknar ákvarðanir," Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ.
Undir þetta tekur formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga
Ég legg áherslu á að þá sé þetta bara einn heildarpakki. Við vitum alveg frá a til ö hvaða stefna er tekin og hvert er hlutverk hvers og eins í þeirri stefnu. Við vitum að við þurfum að taka á málum, það er alveg ljóst," segir Halldór Halldórsson(mbl.is)
Sennilega er skynsamlegt hjá ríkisstjórninni að leggja mesta áherslu á skattahækkanir í ár,þar eð efitt er að skera mikið niður á miðju ári. Þó tel ég,að launalækkanir geti komið til framkvæmda strax,t.d. bann við því að laun hjá ríkinu séu yfir ákveðnu marki ( t.d. 700 þús. á mánuði).
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.