Á að skattleggja inngreiðslur í lífeyrissjóði?

Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt fram á þingi tillögur um efnahagsmál. Þar er að finna tillögu um það ,að greiðslur í lífeyrissjóði (iðgjöld) verði skattlagðar. Það mundi þýða,að ekki yrði einnig unnt að skattleggja lífeyri við útgreiðslu. Kristján Möller samgönguráðherra og þingmaður Samfylkingarinnar talaði jákvætt um þessa tillögu   Sjálfstæðisflokksins en  bætti við hana einni hugmynd: Hann sagði,að  skattur á inngreiðslur í lífeyrissjóð gæti verið í lánsformi,.þ.e. lífeyrisþegar lánuðu ríkinu skattinn og fengju hann endurgreiddan eftir 1-2 ár. Þetta er athyglisverð hugmynd og mundi skapa miklar tekjur fyrir ríkissjóð á skömmum tíma en ríkið yrði síðan að endurgreiða þetta eftir ákveðinn tíma,þegar ástandið hefði batnað.Það þarf að leita allra leiða til þess að komast úr úr kreppunni.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki spurning um að nota lífeyrissjóðskerfið í að laga hallann.  Lang ódýrasta leiðin fyrir okkur.  Það virðist bara enginn þora neinu í dag.

itg (IP-tala skráð) 14.6.2009 kl. 11:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband