Sunnudagur, 14. júní 2009
Rætt um aðildarumsókn Íslands að ESB á Egilstöðum í dag
Rætt verður um aðildarumsókn Íslendinga að Evrópusambandinu á fundi forsætisráðherra Norðurlandanna á Egilsstöðum í dag. Ráðherrarnir fljúga með einkaflugvélum til Egilsstaða en þeir fara af landi brott á morgun.
Um er að ræða reglubundinn samráðsfund ráðherranna en Íslendingar gegna nú formennsku í Norrænu ráðherranefndinni.
Ráðherrarnir lenda á Egilsstaðarflugvelli klukkan þrjú í dag en fundurinn hefst síðdegis. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra mun stýra fundinum en auk hennar sitja fundinn Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Dana, Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, Frederik Reinfeldt, forsætisráðherra Svíþjóðar og Matti Vanhanen, forsætisráðherra Finnlands.
Þá mun Halldór Ásgrímsson, framkvæmdastóri Norrænu ráðherranefndarinnar og fyrrverandi forsætisráðherra, einnig sitja fundinn.
Ráðherrarnir munu meðal annnars ræða undirbúning Íslendinga fyrir aðildarumsókn að Evrópusasambandinu. Ekki liggur fyrir hvort Icesave deilan verði rædd á fundinum eins og komið hefur fram í fjölmiðlum og í máli Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra, neituðu Norðurlöndin að veita Íslendingum lán nema gengið yrði frá samkomulagi við Hollendinga og Breta í málinu.
Boðað hefur verið til blaðamannafundar á morgun en að þeim fundi loknum ætla ráðherrarnir í stutta skoðunarferð um Fljótsdalshérað áður en þeir halda af landi brott síðdegis. (visir.is)
Það verður fróðlegt að heyra viðbrögð norrænu forsætisráðherranna viö tillögu rikisstjórnar Íslands um að sækja um aðild að ESB.Svíar eru að taka við formennsku í ESB og er talið mikilvægt að ´´Island sæki um á meðan Svíar gegna formennsku.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.