Sunnudagur, 14. júní 2009
Er mikilvægi vaxtalækkunar ofmetið?
Gylfi Zoega hagfræðingur var gestur Sigurjón M.Egilssonar Á Sprengisandi í morgun. Rætt var um efnahagsmálin og Ice save. Gylfi á sæti í peningastefnunefnd Seðlabankans og varði afstöðu bankans í vaxtamálum. Hann sagði,að atvinnulífið kallaði mjög eftir vaxtalækkunum en hann sagði,að ef til vill væri mikilvægi vaxtalæækkunar fyrir atvinnulífið ofmetið. Aðeins 20% af lánum atvinnulífsins væri í íslenskum krónum og á íslenskum vöxtum en 80% af lánum atvinnulífsins væru erlend lán á erlendum vöxtum.Samkvæmty þessu skiptir gengið einnig mjög miklu máli fyrir atvinnulífið og ekki minna máli en vextirnir.Gylfi sagði,að vextir hefðu þegar lækkað mikið eða úr 18% í 12%.Seðlabankinn tæki lítil skref í vaxtalækkunum í varúðarskyni og til þess að sjá hvernig markaðurinn brygðist við.Mikil vaxtalækkun gæti veikt gengið verulega.Hann sagði,að skilyrði fyrir útflutningsfyrirtækin hefðu stórbatnað svo og fyrir ferðamannaiðnaðinn en skilyrði innflutnings væru slæm.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.